Leik Englendinga og Hollendinga aflýst

Wayne Rooney og John Terry.
Wayne Rooney og John Terry. Reuters

Enska knattspyrnusambandið greindi frá því í morgun að leik Englendinga og Hollendinga sem fram átti að fara á Wembley annað kvöld hefði verið aflýst vegna óeirðanna sem átt hafa sér stað í London og fleiri borgum á Englandi undanfarna daga.

Um 70.000 miðar höfðu verið seldir á leikinn en af öryggisástæðum tók lögreglan þá ákvörðun að blása leikinn af. Áður hafði nokkrum leikjum í ensku deildabikarkeppninni sem fram áttu að fara í London í kvöld verið frestað.

mbl.is