Andri samdi á ný til tveggja ára

Andri lék með Selfyssingum í úrvalsdeildinni á síðasta ári.
Andri lék með Selfyssingum í úrvalsdeildinni á síðasta ári. mbl.is

Knattspyrnumaðurinn Andri Freyr Björnsson hefur gert nýjan samning til tveggja ára við Selfoss og leikur því með liðinu í Pepsideildinni næstkomandi sumar.

Andri, sem er 25 ára gamall bakvörður, lék sextán leiki fyrir Selfoss í 1. deildinni í sumar og skoraði tvö mörk. Hann hefur verið fastamaður í liði Selfyssinga síðustu ár og fór með liðinu úr 2. deild upp í úrvalsdeild þaðan sem liðið féll í fyrra. Selfoss endaði í 2. sæti 1. deildar í haust og leikur því á meðal þeirra bestu á ný næsta sumar.

mbl.is