Haukar aftur í úrvalsdeildina

Haukar leika aftur á meðal þeirra bestu.
Haukar leika aftur á meðal þeirra bestu. mbl.is/Kristinn

Haukar mæta aftur í úrvalsdeild karla í körfubolta næsta vetur en þeir tryggðu sér efsta sætið í 1. deildinni með sigri á Hetti á Egilsstöðum í kvöld, 98:70, í lokaumferð deildarinnar.

Haukar hafa verið á miklu skriði að undanförnu og eru ósigraðir í síðustu tíu leikjum en þeir féllu úr efstu deild síðasta vor.

Terrence Watson skoraði 22 stig fyrir Hauka í kvöld en Emil Barja skoraði 14 stig.

Liðin sem enda ði 2.-5. sæti fara í umspil um seinna lausa sætið í úrvalsdeildinni.

mbl.is