Norwich að landa Fer

Leroy Fer á að baki 2 A-landsleiki fyrir Holland.
Leroy Fer á að baki 2 A-landsleiki fyrir Holland. Ljósmynd/Twente FC

Allt útlit er fyrir að það verði Norwich sem hreppi Hollendinginn Leroy Fer, leikmann Twente, og er talið að félagið muni ganga frá kaupunum á næstu tveimur sólarhringum samkvæmt frétt Daily Telegraph.

Norwich er talið greiða um 4,5 milljónir punda fyrir þennan 23 ára gamla miðjumann. Liðið heldur í æfingaferðalag til Bandaríkjanna á mánudaginn og er vonast til að Fer fari með í þá ferð.

Fer var afar nálægt því að semja við annað úrvalsdeildarfélag, Everton, í janúar en hætt var við það eftir læknisskoðun.

mbl.is