Spáir Willian velgengni á Englandi

Willian virðist á leið til Tottenham.
Willian virðist á leið til Tottenham. AFP

Hollendingurinn Rene Meulensteen, fyrrverandi aðstoðarmaður sir Alex Fergusons hjá Manchester United, telur að Brasilíumaðurinn Willian muni gera góða hluti í ensku úrvalsdeildinni.

Willian gengur væntanlega frá samningi við Tottenham á næstu dögum en talið er að Lundúnaliðið borgi fyrir hann 30 milljónir punda. Meulensteen þjálfaði Willian stuttlega í sumar hjá Anzhi áður en hann var rekinn.

„Ég vann stutt með honum en hann er virkilega góður leikmaður. Hann verður mikill happafengur fyrir hvaða lið sem fær hann,“ segir Meulensteen við Sky Sports.

„Ef hann endar hjá Tottenham er liðið að fá virkilega góðan leikmann. Hann er fjölhæfur og getur spilað margar stöður. Hann býr til mikið fyrir liðið, er sannkallaður atvinnumaður og góður karkater. Hann getur farið framhjá mönnum og skorað. Það var virkilega gaman að vinna með honum,“ segir Rene Meulensteen.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert