Aðstoðarþjálfari Liverpool látinn fara

AFP

Colin Pascoe, aðstoðarþjálfari Liverpool á Englandi, verður ekki áfram í þjálfarateymi félagsins, en fréttastofa Sky greinir frá þessu í dag.

Pascoe kom inn í þjálfarateymi Liverpool sumarið 2012 er Brendan Rodgers tók við liðinu af Kenny Dalglish.

Hann mun nú yfirgefa þjálfarateymið, en hann er annar þjálfarinn á nokkrum dögum sem fer frá liðinu. Pascoe átti eitt ár eftir af samningnum. Mike Marsh var einnig látinn fara frá liðinu, en samningur hans rennur út um mánaðarmótin.

Rodgers mun halda starfi sínu hjá Liverpool eftir að hann fundaði með Tom Werner og Mike Gordon, forseta Fenway Sports Group, en hann þurfti að samþykkja breytingar á þjálfaraliðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert