Hiddink lætur staðar numið í vor

Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, mun ekki halda áfram í starfi ...
Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, mun ekki halda áfram í starfi sínu eftir tímabilið. AFP

Guus Hiddink, knattspyrnustjóri Chelsea, staðfesti það á blaðamannfundi í dag að hann muni einungis stýra liðinu fram á vor. Eftir þann tíma mun hann halda til síns heim og eftirláta öðrum að setjast í stjórastólinn hjá Chelsea. 

„Ég hef tvær dagsetningar í huga, önnur er 25. maí og hin er 28. sama mánaðar. Á þeim tímapunkti mun ég láta af störfum hjá Chelsea og halda heim á leið,“ sagði Hiddink á blaðamannafundinum.

„Fyrrgreindar dagsetningar eru annars vegar dagsetningin á úrslitaleik ensku bikarkeppninnar og hins vegar dagsetningin á úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu. Það er klárt í mínum huga að ég muni kveðja Chelsea í lok maímánaðar,“ sagði Hiddink enn fremur. 

mbl.is