Ivanovic framlengir við Chelsea

Ivanovic fagnar marki í leik með Chelsea.
Ivanovic fagnar marki í leik með Chelsea. AFP

Serbneski varnarmaðurinn Branislav Ivanovic hefur framlengt samning sinn við Chelsea um eitt ár. Fyrri samningur hefði runnið út að loknu yfirstandandi tímabili en núgildandi samningur rennur út vorið 2017.

Ivanovic, sem er 31 árs, hefur verið orðaður við brottför frá Chelsea á síðustu vikum. Hann hefur þótt leika frekar illa á tímabilinu en núverandi Englandsmeistarar Chelsea eru í 14. sæti deildarinnar, 19 stigum á eftir Arsenal sem er í efsta sæti.

Ivanovic gekk til liðs við Chelsea frá Lokomotiv Moskvu í janúar árið 2008. Hann hefur leikið 341 leik fyrir Chelsea og skorað í þeim 32 mörk. 

mbl.is