Liverpool að landa þýskum markverði

Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er farinn að huga að breytingum …
Jürgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool, er farinn að huga að breytingum á leikmannahóp félagsins. AFP

Enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool er komið langt með það að landa þýska markverðinum Loris Karius frá Mainz 05 en kaupverðið er talið hljóða upp á 4,7 milljónir punda.

Þetta kemur fram á vef The Guardian í kvöld. Jürgen Klopp, sem stýrði Mainz frá 2001 til 2008 og lék með liðinu frá 1990 til 2001, sagði eftir tap Liverpool í gær að búast mætti við breytingum á leikmannahópi Liverpool fyrir næsta tímabil sem væri að hans mati kominn styttra í þróun en hann hélt

Klopp sér Karius ekki endilega fyrir sér sem mann í stað Simon Mignolet heldur er hann fenginn til þess að auka við samkeppnina um markvarðarstöðuna, eitthvað sem hefur vantað hjá Liverpool undanfarin ár. Talið er að kaupin verði kláruð í næstu viku.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert