Grunaður um að þagga niður kynferðisafbrot

Þáttastjórnandinn Victoria Derbyshire ræddi við fjóra fyrrverandi fótboltamenn um kynferðisofbeldi ...
Þáttastjórnandinn Victoria Derbyshire ræddi við fjóra fyrrverandi fótboltamenn um kynferðisofbeldi sem þeir urðu fyrir. (F.V.) Jason Dunford, Steve Walters, Chris Unsworth og Andy Woodward. Skjáskot/BBC

Enska knattspyrnusambandið hefur vikið yfirmanni knattspyrnumála hjá enska félaginu Crewe frá störfum vegna rannsóknar á kynferðisafbrotamálum í knattspyrnuhreyfingunni.

Dario Gradi er sagður hafa þagað yfir ásökunum frá leikmanni félagsins um að hann hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi. Alda slíkra frétta hefur riðið yfir England þar sem leikmenn hafa stigið fram einn af öðrum.

Fyrstur var Andy Woodward, sem var leikmaður Crewe og sagðist hafa orðið fyrir ofbeldi frá Barry Bennell sem var í þjálfarateymi félagsins á árum áður.

mbl.is