Getum unnið deildina á næstu leiktíð

José Mourinho, stjóri Manchester United.
José Mourinho, stjóri Manchester United. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur mikla trú á liðinu fyrir næstu leiktíð og býst hann við að liðið fari loks að berjast um Englandsmeistaratitilinn á nýjan leik. United hefur ekki verið nálægt því að vinna deildina eftir að Sir Alex Ferguson hætti árið 2013.  

Það er ljóst að lærisveinar Mourinho enda í 6. sæti deildarinnar á þessari leiktíð. Fyrir síðasta leik tímabilsins er United 24 stigum á eftir Englandsmeisturum Chelsea, en Portúgalinn býst við betri árangri á næstu leiktíð. 

mbl.is