Ungstirni Manchester United bætir met

Angel Gomes með verðlaunin sín.
Angel Gomes með verðlaunin sín. Ljósmynd/Heimasíða Manchester United

Angel Gomes gæti orðið stjarna hjá enska knattspyrnufélaginu Manchester United á komandi árum en hann er 16 ára gamall. Gomes varð á dögunum yngsti leikmaður í sögu félagsins til að vera kosinn besti leikmaður unglingaakademíunnar þar á bæ.

Gomes skoraði 12 mörk í 19 leikjum með unglingaliði United á leiktíðinni og þar á meðal voru nokkur glæsileg mörk. Það virðist því aðeins vera spurning hvenær, en ekki hvort, hann fái tækifæri með aðalliðinu. 

Meðal þeirra sem hafa unnið verðlaunin eru Ryan Giggs, Phil Neville, Danny Welbeck og Federico Macheda.

mbl.is