Sannfærandi sigur Man. Utd á West Ham

Lukaku fagnar fyrsta marki leiksins.
Lukaku fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Manchester United vann gríðarlega öruggan 4:0 sigur á West Ham á Old Trafford í lokaleik ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Romelu Lukaku spilaði fyrsta deildarleik sinn fyrir United og skoraði tvö mörk.

Lukaku kom United í 1:0 á 33. mínútu er hann slapp inn fyrir vörn West Ham og skoraði, stöngin inn. Það reyndist eina mark fyrri hálfleiks en leikmenn Manchester United voru í miklu stuði í seinni hálfleik. 

Belginn stæðilegi skoraði annað mark sitt á 52. mínútu með skalla af stuttu færi. Anthony Martial kom inn á sem varamaður á 80. mínútu og sjö mínútum síðar skoraði hann þriðja mark United er hann kláraði vel eftir sendingu Henrikh Mkhitaryan. Martial lagði svo upp síðasta markið fyrir Paul Pogba, sem skoraði með hnitmiðuðu skoti og tryggði United sanngjarnan stórsigur. 

Fylgst var með gangi mála í beinni textalýsingu á mbl.is. 

Paul Pogba og Anthony Martial fagna í dag.
Paul Pogba og Anthony Martial fagna í dag. AFP
Man. Utd 4:0 West Ham opna loka
90. mín. Leik lokið Gríðarlega öruggt hjá Manchester United í dag.
mbl.is