Það á að selja Coutinho og kaupa Costa

Townsend vill að Liverpool kaupi Diego Costa og selji Coutinho.
Townsend vill að Liverpool kaupi Diego Costa og selji Coutinho. AFP

Andy Townsend, sparkspekingur sjónvarpstöðvarinnar BT Sport, segir að enska úrvalsdeildarfélagið Liverpool ætti að selja Philippe Coutinho og kaupa Diego Costa í staðinn. Coutinho vill yfirgefa Liverpool og ganga í raðir Barcelona á meðan Costa hefur engan áhuga á að vera lengur í herbúðum Chelsea. 

Liverpool vill ekki selja Coutinho og hafnaði félagið m.a 90 milljóna punda tilboði frá spænska félaginu á dögunum. Townsend segir Coutinho vera frábæran leikmann, en að selja hann væri samt sem áður það besta í stöðunni. 

„Ég myndi selja Coutinho. Hann er frábær leikmaður en Liverpool þarf að kaupa framherja og varnarmann. Liverpool gæti keypt Diego Costa af Chelsea og Virgil van Dijk frá Southampton í staðinn og það væru góð skipti," sagði Townsend. 

mbl.is