Stuðningsmaður réðst á liðsfélaga Jóhanns

Stuðningsmaðurinn ræðst að Ashley Westwood.
Stuðningsmaðurinn ræðst að Ashley Westwood. Ljósmynd/Twitter

Blackburn fékk Burnley í heimsókn í annarri umferð enska deildabikarsins í knattspyrnu í kvöld í nágrannaslag. Mikill rígur er á milli félagana og leikurinn gekk ekki áfallalaust fyrir sig þar sem einn stuðningsmaður Blackburn komst inn á völlinn og réðst að Ashley Westwood leikmanni Burnley.

Atvikið kom í kjölfarið á fyrra marki Burnley, sem vann leikinn 2:0. Jóhann Berg Guðmundsson kom inn á sem varamaður á 78. mínútu og var hann á varamannabekk Burnley þegar atvikið átti sér stað.

Myndir af atvikinu fylgja fréttinni. 

Öryggisverðir náðu stuðningsmanninum að lokum.
Öryggisverðir náðu stuðningsmanninum að lokum. Ljósmynd/Twitter
Maðurinn lét öllum illum látum.
Maðurinn lét öllum illum látum. Ljósmynd/Twitter
Ljósmynd/Twitter
mbl.is