Vill ekki fara til United

Samuel Umtiti í landsleik með Frökkum.
Samuel Umtiti í landsleik með Frökkum. AFP

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, er sagður vera búinn að ákveða sitt helsta skotmark fyrir félagaskiptagluggann í janúar og horfir þar til Barcelona eins og mbl.is greindi frá í gær.

Um er að ræða franska landsliðsmanninn Samuel Umtiti sem kom til Barcelona frá Lyon sumarið 2016. Það er hins vegar ansi hár verðmiði á Frakkanum en til þess að losa hann undan samningnum við Barcelona þyrfti United að reiða fram 53 milljónir punda sem jafngildir um 7,4 milljörðum íslenskra króna.

Einnig er greint frá því hjá Marca í dag að Umtiti vilji ekki yfirgefa Barcelona og sé ekki tilbúinn til þess að ganga í raðir United.

mbl.is