Líklegt að Mkhitaryan verði seldur

Henrikh Mkhitaryan.
Henrikh Mkhitaryan. AFP

Líklegt þykir að Manchester United losi sig við armenska miðjumanninn Henrikh Mkhitaryan í janúarglugganum.

Mkhitaryan hefur átt erfitt uppdráttar í Manchester United undir stjórn José Mourinho og hefur oftar en ekki verið úti í kuldanum, síðast í gærkvöld en hann var ekki valinn í leikmannahópinn sem mætti CSKA Moskva í Meistaradeildinni.

Armeninn, sem kom til Manchester United frá Borussia Dortmund fyrir tímabilið í fyrra, hefur komið við sögu í 12 leikjum í deildinni og hefur í þeim skorað eitt mark.

Enskir fjölmiðlar segja að Mourinho sé reiðubúinn að láta Mkhitaryan fara til ítalska liðsins Inter í skiptum fyrir portúgalska miðjumanninn Joao Mário.

mbl.is