Af hverju fagnaði Lukaku ekki?

Romelu Lukaku eftir markið sem hann skoraði.
Romelu Lukaku eftir markið sem hann skoraði. AFP

Belgíski framherjinn Romelu Lukaku fagnaði ekki marki sínu fyrir Manchester United er hann kom liðinu yfir gegn WBA í 2:1-sigri liðsins í ensku úrvalsdeildinni í dag og því veltu margir fyrir sér.

José Mourinho, knattspyrnustjóri Manchester United, svaraði fyrir uppátækið eftir leik.

„Ég fagnaði ekki heldur en enginn var ánægðari en ég. Ég fagnaði mörkum fyrir 15 árum. En þegar þú þroskast meira geturðu stýrt tilfinningunum betur. Romelu var ánægður strákur hjá West Brom (2012-13 á láni) - kannski var það í huga hans - ást hans á félaginu,“ sagði Mourinho á heimasíðu Manchester United.

Sérfræðingarnir á Sky Sports telja að ástæðan sé sú gagnrýni sem Lukaku hefur fengið upp á síðkastið en fyrir síðasta leik hafði hann ekki skorað í fimm leikjum í röð. Nú hefur hann skorað í tveimur leikjum í röð og er kominn með 11 mörk í deildinni.

„Ég held að hann hafi ekki fagnað út af gagnrýninni sem hann hefur fengið,“ sagði Grame Souness.

„Ég er aðdáandi hans, en hann þarf að komast yfir þessa fýlu,“ sagði Souness.

Jamie Redknapp og Gary Neville tóku í sama streng.

„Ég skil ekki af hverju hann fagnaði ekki. Hvort sem hann er óánægður með gagnrýnina eða ekki þá skiptir hún ekki máli. Hann fær vel borgað til þess að hafa áhrif í leikjum Manchester United. Af hverju ekki að fagna marki? Ég næ þessu ekki,“ sagði Redknapp.

„Hann þarf að fagna. Hann þarf algjörlega að fagna. Hann hefur fengið sinn skerf af gagnrýni en þegar þú skorar áttu að fagna með stuðningsmönnunum sem eru hoppandi af gleði fyrir aftan markið,“ sagði þessi fyrrverandi fyrirliði Manchester United.

Jose Mourinho á bekknum í dag.
Jose Mourinho á bekknum í dag. AFP
mbl.is
L M Stig
1 Úrúgvæ 3 5:0 9
2 Rússland 3 8:4 6
3 Sádi-Arabía 3 2:7 3
4 Egyptaland 3 2:6 0
L M Stig
1 Spánn 3 6:5 5
2 Portúgal 3 5:4 5
3 Íran 3 2:2 4
4 Marokkó 3 2:4 1
L M Stig
1 Frakkland 3 3:1 7
2 Danmörk 3 2:1 5
3 Perú 3 2:2 3
4 Ástralía 3 2:5 1
L M Stig
1 Króatía 3 7:1 9
2 Argentína 3 3:5 4
3 Nígeria 3 3:4 3
4 Ísland 3 2:5 1
L M Stig
1 Brasilía 3 5:1 7
2 Sviss 3 5:4 5
3 Serbía 3 2:4 3
4 Kostaríka 3 2:5 1
L M Stig
1 Svíþjóð 3 5:2 6
2 Mexíkó 3 3:4 6
3 Suður-Kórea 3 3:3 3
4 Þýskaland 3 2:4 3
L M Stig
1 Belgía 3 9:2 9
2 England 3 8:3 6
3 Túnis 3 5:8 3
4 Panama 3 2:11 0
L M Stig
1 Kólumbía 3 5:2 6
2 Japan 3 4:4 4
3 Senegal 3 4:4 4
4 Pólland 3 2:5 3
Sjá alla riðla