Liverpool fyrst til að vinna City

Alex Oxlade-Chamberlain fagnar fyrsta marki leiksins.
Alex Oxlade-Chamberlain fagnar fyrsta marki leiksins. AFP

Liverpool vann 4:3-sigur á Manchester City í stórskemmtilegum leik á Anfield í dag. Leikurinn var liður í 23. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í fótbolta. Tapið var það fyrsta hjá Manchester City í deildinni í vetur. 

Liverpool byrjaði betur og Alex Oxlade-Chamberlain skoraði fyrsta markið á 9. mínútu. Leroy Sané jafnaði hins vegar á 40. mínútu og var staðan í hálfleik 1:1. Liverpool komst aftur yfir á 59. mínútu er Roberto Firmino skoraði og tveimur mínútum síðar skoraði Sadio Mané og staðan allt í einu orðin 3:1. 

3:1 varð að 4:1 á 68. mínútu er Mohammed Salah skoraði með skoti frá miðjum vallarhelmingi City eftir mistök hjá Ederson, markmanni City. Toppliðið neitaði að gefast upp og varamaðurinn Bernardo Silva minnkaði muninn í 4:2 á 84. mínútu og Ilkay Gundogan sá til þess að leikurinn varð spennandi undir lokin með marki í uppbótartíma. 

Liverpool hélt hins vegar út og nældi í þrjú stig. Liverpool fór upp í 3. sæti deildarinnar með sigrinum og upp að hlið Manchester United og yfir Chelsea á markatölu. Þrátt fyrir tapið er City enn með 15 stiga forskot á toppi deildarinnar. 

Liverpool 4:3 Man. City opna loka
90. mín. İlkay Gündoğan (Man. City) skorar 4:3 - Gundogan minnkar muninn enn frekar og það eru þrjár mínútur eftir af uppbótaríma! Agüero leggur boltann á Þjóðverjann sem tekur boltann á kassann og skorar af stuttu færi.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert