Líklegt félagaskiptin gangi í gegn

Arsene Wenger.
Arsene Wenger. AFP

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal sat fyrir svörum fréttamanna í morgun og þar sagði hann líklegra en ekki að það verði að félagaskiptum Alexis Sánchez til Manchester United.

„Þetta eru fréttir sem hafa verið mikið til umfjöllunar svo ég hef ekki miklu við þær að bæta. Það getur orðið af þessum skiptum en líka ekki. Ef það verður ekki af þeim mun hann spila með okkur á laugardaginn,“ sagði Wenger.

„Ég hef starfað í svona félagaskiptum í 30 ár svo það er líklegt að það verði að þessu en þetta getur líkað farið í vaskinn á nokkrum mínútum,“ sagði Wenger en talað hefur verið um það að Manchester United láti Arsenal fá Henrikh Mkhitaryan upp í kaupin á Sánchez.

„Það er möguleiki því ég hef mætur á þeim leikmanni. Við mættum honum oft þegar hann var leikmaður Dortmund. Hann hefur gæðin og launin verða ekki vandamál,“ sagði Wenger og ítrekaði að Mezut Özil fari ekki frá Arsenal í janúarglugganum.


mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert