Fred fer til Manchester

Brasilíumaðurinn Fred sparkar í boltann í leik Roma og Shakhtar …
Brasilíumaðurinn Fred sparkar í boltann í leik Roma og Shakhtar í gærkvöld. AFP

Sergei Palkin framkvæmdastóri úkraínska knattspyrnuliðsins Shakhtar Donetsk segir að brasilíski miðjumaðurinn Fred muni yfirgefa félagið í sumar og hans næsti áfangastaður verði í Manchester.

„Fred yfirgefur félagið í júní. Ef hann fer ekki til Manchester City þá fer hann til Manchester United. Hann er frábær fótboltamaður og á að spila í einni bestu deild í heimi,“ segir Palkin í viðtali við vefinn Fooball-Espana.

Fred er 25 ára gamall sem hefur spilað með Shakhtar frá árinu 2015. Hann á að baki sex leiki með brasilíska A-landsliðinu.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert