Newcastle sigraði Arsenal

Perez fagnar marki sínu í dag.
Perez fagnar marki sínu í dag. AFP

Newcastle gerði sér lítið fyrir og sigraði Arsenal með tveimur mörkum gegn einu á heimavelli í 33. umferð ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag.

Lacazette kom Arsenal yfir eftir fjórtán mínútna leik en Ayoze Pérez jafnaði metin korteri síðar. Það var síðan Matt Ritchie sem skoraði sigurmarkið á 68. mínútu eftir sendingu frá Peréz. 

Newcastle er sem fyrr í 10. sæti deildarinnar með 41 stig meðan Arsenal situr í 6. sæti með 54 stig.

mbl.is