Markmaðurinn vill skora mark

Ederson hefur spilað vel fyrir Manchester City.
Ederson hefur spilað vel fyrir Manchester City. AFP

Brasilíski markmaðurinn Ederson hefur varið mark Manchester City með miklum ágætum á leiktíðinni. City er búið að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn og hefur Ederson staðið vaktina vel, en enska félagið borgaði Benfica 35 milljónir punda fyrir þjónustu hans. 

Ederson vill hins vegar gera meira en að verja mark liðsins, því hann segir í viðtali við BBC að hann vilji skora mark áður en leiktíðin er búin. 

„Ef stjórinn biður mig um að taka vítaspyrnu þá er ég klár. Ég væri til í að skora,“ sagði hann. „Ég er ekki viss um að ég gæti tekið aukaspyrnur, en ég er góður í vítaspyrnum, en það eru góðar vítaskyttur í liðinu sem eru á undan mér,“ bætti hann við. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert