Samuel lét lífið

Jlloyd Samuel.
Jlloyd Samuel. Ljósmynd/Bolton

Jlloyd Samuel, fyrrverandi landsliðsmaður Trínidad og Tóbaco og leikmaður ensku liðanna Aston Villa og Bolton, lést í umferðarslysi á Englandi í morgun.

Samuel, sem var 37 ára gamall, lenti í árekstri eftir að hafa skutlað börnum sínum í skólann. Hann lék með Bolton og Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni á árunum 1998 til 2011, samtals 240 deildarleiki. Hann lék tvo leiki með landsliði Trínidad og Tóbaco árið 1999.

mbl.is