Guardiola framlengir við City

Pep Guardiola.
Pep Guardiola. AFP

Spænski knattspyrnustjórinn Pep Guardiola framlengdi í dag samning sinn við Englandsmeistara Manchester City til ársins 2021.

Samningur kappans átti að renna út á næsta ári en hann samdi við liðið upphaflega vorið 2016 er hann kom frá Bayern München.

Samkvæmt frétt Sky Sports hafa viðræður Guardiola við City staðið um nokkurra mánaða skeið.

Guardiola vann ekkert á sinni fyrstu leiktíð með City en vann á þessari leiktíð deildabikarinn og Englandsmeistaratitilinn sjálfan.

mbl.is