Conte sagður hafa hafnað Real Madrid

Antonio Conte á ár eftir af samningi sínum við Chelsea.
Antonio Conte á ár eftir af samningi sínum við Chelsea. AFP

Ítalski knattspyrnustjórinn Antonio Conte er sagður hafa hafnað því að taka við spænska stórliðinu Real Madrid en það er Marca sem greinir frá þessu. Conte er samningsbundinn enska úrvalsdeildarfélaginu Chelsea en hann á ár eftir af samningi sínum við ensku bikarmeistarana.

Þrátt fyrir að hafa stýrt Chelsea til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á þar síðustu leiktíð og stýrt liðinu til sigurs í ensku bikarkeppninni á nýliðni leiktíð er talið næsta víst að hann verði rekinn frá félaginu á næstu dögum. Conte stýrði ítalska liðinu Juventus áður en hann tók við Chelsea og vann hann deildina í þrígang með ítalska liðið.

Zinedine Zidane lét óvænt af störfum sem knattspyrnustjóri Real Madrid í síðustu viku og gerir félagið nú dauðaleit að nýjum þjálfara. Real vill klára þjálfaramál sín áður en heimsmeistaramótið í Rússlandi hefst í næstu viku en þeir eru nú í miklu kapphlaupi við tímann.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert