Mourinho á að halda áfram

José Mourinho hefur verið mikið í umræðunni á Englandi að …
José Mourinho hefur verið mikið í umræðunni á Englandi að undanförnu. AFP

Gary Neville, fyrrverandi leikmaður Manchester United og nú sjónvarpsmaður, segir að forráðamenn United eigi ekki að láta José Mourinho axla sín skinn þrátt fyrir að liðið eigi erfitt uppdráttar í ensku úrvalsdeildinni og hafi m.a. tapað 3:0 fyrir Tottenham í gærkvöldi.

Neville segir að menn eigi ekki að velta því fyrir sér að láta Mourinho fara og kalla til fjórða knattspyrnustjóra liðsins frá því að Sir Alex Ferguson lét af störfum fyrir fimm árum. 

„Það er ekki hægt að vera sífellt að skipta út knattspyrnustjórum,“ sagði Neville sem vill að menn leysi úr vandamálum, séu þau fyrir hendi, eru innan félagsins og í samstarfi við knattspyrnustjórann og standi þétt við bakið á honum. Mourinho á tvö ár eftir af samningi sínum við Manchester United.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert