Cardiff lét Arsenal hafa fyrir sigrinum

Alexandre Lacazette reynir skot að marki í dag.
Alexandre Lacazette reynir skot að marki í dag. AFP

Arsenal vann sinn annan sigur í röð í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta er liðið lagði Cardiff, 3:2. Arsenal komst þrisvar yfir í leiknum, en tvívegis tókst Cardiff að jafna. 

Shkodran Mustafi kom Arsenal yfir á 12. mínútu með skalla eftir hornspyrnu en Victor Camarasa jafnaði í blálok fyrri hálfleiks og var staðan í hálfleik 1:1. 

Pierre-Emerick Aubameyang skoraði með góðu skoti utan teigs á 62. mínútu en átta mínútum síðar jafnaði Danny Ward með skalla, stöngin inn. Alexandre Lacazette kom Arsenal yfir í þriðja skipti á 81. mínútu og hafði Cardiff ekki svar við því og lokatölur því 3:2. 

Arsenal fór upp í níunda sæti og sex stig með sigrinum en Cardiff er í 16. sæti með tvö stig. 

Cardiff 2:3 Arsenal opna loka
90. mín. Það eru að minnsta kosti fjórar mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert