Sterling dregur sig úr enska landsliðinu

Raheem Sterling með boltann á HM í sumar.
Raheem Sterling með boltann á HM í sumar. AFP

Raheem Sterling, leikmaður Manchester City, hefur neyðst til þess að draga sig út úr enska landsliðinu fyrir komandi leiki gegn Spáni og Sviss.

Hinn 23 ára gamli Sterling er meiddur í baki, en Gareth Southgate landsliðsþjálfari er ekki sagður ætla að kalla inn varamann í hans stað. England mætir Spáni í þjóðadeildinni á laugardag en mætir svo Sviss í vináttulandsleik á þriðjudag. Ísland mætir einmitt Sviss í þjóðadeildinni á laugardag, en Svisslendingar sitja svo hjá þegar Ísland mætir Belgíu á þriðjudag.

Enski landsliðshópurinn er sem hér segir:

Markverðir: Jack Butland (Stoke), Jordan Pickford (Everton), Alex McCarthy (Southampton).

Varnarmenn: Trent Alexander-Arnold (Liverpool), Fabian Delph (Manchester City), Joe Gomez (Liverpool), Harry Maguire (Leicester City) Danny Rose (Tottenham Hotspur), Luke Shaw (Manchester United), John Stones (Manchester City), James Tarkowski (Burnley), Kieran Trippier (Tottenham Hotspur), Kyle Walker (Manchester City).

Tengiliðir: Dele Alli (Tottenham Hotspur), Eric Dier (Tottenham Hotspur), Jordan Henderson (Liverpool), Adam Lallana (Liverpool), Jesse Lingard (Manchester United), Ruben Loftus-Cheek (Chelsea).

Framherjar: Harry Kane (Tottenham Hotspur), Marcus Rashford (Manchester United), Danny Welbeck (Arsenal).

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert