Verðlaunað fyrir góða byrjun nýliðanna

Nuno Santo stýrir sínum mönnum á Old Trafford.
Nuno Santo stýrir sínum mönnum á Old Trafford. AFP

Nuno Espirito Santo, knattspyrnustjóri Wolves, var í dag kjörinn stjóri septembermánaðar í ensku úrvalsdeildinni. Nýliðarnir náðu í tíu stig úr fjórum leikjum í mánuðinum og gerði liðið m.a 1:1-jafntefli við Manchester United á Old Trafford. 

Wolves hafði svo betur gegn West Ham, Southampton og Burnley í september og eru Úlfarnir nú í sjöunda sæti, aðeins þremur stigum á eftir Arsenal sem er í fjórða sæti. Átta umferðir eru nú búnar af deildinni og er Wolves búið að tefla fram sama byrjunarliði í hverjum einasta leik. 

Liðið er búið að vinna jafn marga leiki í efstu deild í síðustu fimm leikjum og Wolves hafði gert í síðustu 40 leikjum í deild þeirra bestu. Santo hafið betur gegn Pep Guardiola hjá Manchester City, Unai Emery, stjóra Arsenal og Jürgen Klopp hjá Liverpool í kosningunni. 

mbl.is