City aftur á toppinn eftir sigur á grönnunum

Sergio Agüero kom Man. City í 2:0 gegn Marouane Fellaini …
Sergio Agüero kom Man. City í 2:0 gegn Marouane Fellaini og félögum. AFP

Manchester City er komið aftur á toppinn í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta eftir 3:1-heimasigur á grönnum sínum í Manchester United í dag. Sigurinn var verðskuldaður og hefðu mörk City-manna getað orðið fleiri. 

David Silva skoraði fyrsta markið strax á 12. mínútu eftir sendingu nafna síns, Bernardo Silva og var staðan í leikhléi 1:1. Sergio Agüero tvöfaldaði forystuna á 48. mínútu, en David De Gea hefði átt að gera betur í markinu. 

Anthony Martial minnkaði muninn á 58. mínútu af vítapunktinum eftir Ederson í marki City braut á Romelu Lukaku, mínútu eftir að Belginn kom inn á sem varamaður. Nær komst United hins vegar ekki og Ilkay Gundogan innsiglaði 3:1-sigur á 86. mínútu eftir magnaða sókn. 

Á Emirates-vellinum skildu Arsenal og Wolves jöfn, 1:1. Ivan Cavalieiro skoraði mark Wolves á 14. mínútu en Henrikh Mkhitaryan jafnaði á 86. mínútu og þar við sat. 

Man. City 3:1 Man. Utd opna loka
90. mín. David Silva (Man. City) fer af velli
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert