Gerrard eins og svampur í kringum Klopp

Steven Gerrard er stjóri Rangers.
Steven Gerrard er stjóri Rangers. AFP

Steven Gerr­ard, fyrr­ver­andi leikmaður Li­verpool og nú­ver­andi knatt­spyrn­u­stjóri Ran­gers í Skotlandi, líkir sjálfum sér við svamp er hann var í kringum Jürgen Klopp, stjóra Liverpool. Gerrard stýrði unglingaliði Liverpool á meðan Klopp stýrði aðalliðinu og lærði Gerrard mikið af Þjóðverjanum. 

„Ég var eins og svampur og drakk í mig upplýsingarnar. Ég fylgdist með og lærði. Ég horfði á hann í sjónvarpinu og sá hvernig hann tók á vandamálum. Það hjálpaði mér mikið að hafa hann til staðar. Hann er ávallt til í að leiðbeina mér," sagði Gerrard í samtali við Guardian. 

„Hann er gríðarlega góður að ráða við pressu, þrátt fyrir að vera tilfinningaríkur," bætti Gerrard við. Hann viðurkennir að hann bjóst ekki við starfstilboði frá Rangers á þessum tímapunkti, en hann tók við stjórn liðsins fyrir tímabilið. 

„Ég var ekki að búast við því. Tilboðið kom snemma á þjálfaraferlinum mínum, en þegar stórt félag á borð við Rangers er til staðar, færðu bara eitt tækifæri til að segja já,“ sagði hann enn fremur. 

mbl.is