Harður slagur um markakóngstitilinn

Pierre-Emerick Aubameyang er búinn að skora 8 mörk í ensku …
Pierre-Emerick Aubameyang er búinn að skora 8 mörk í ensku úrvalsdeildinni. AFP

Pierre-Emerick Aubameyang, framherji Arsenal, og Sergio Agüero framherji Englandsmeistara Manchester City eru markahæstir í ensku úrvalsdeildinni en 13. umferðinni lýkur í kvöld þegar Burnley tekur á móti Newcastle.

Aubameyang tryggði Arsenal sigurinn gegn Bournemouth í gær með sínu áttunda marki í deildinni og er Gabonmaðurinn með besta markahlutfallið í deildinni. 118 mínútur líða að meðaltali á milli marka hans en 121 mínúta hjá Agüero.

Það stefnir í harðan slag um markakóngstitilinn á þessu tímabili en fast á hæla þeirra Aubameyang og Agüero koma sex leikmenn sem hafa skorað 7 mörk og Gylfi Þór Sigurðsson er einn af fimm leikmönnum sem hafa skorað 6 mörk.

Markhæstu leikmenn:

8 - Pierre-Emerick Aubameyang, Arsenal
8 - Sergio Agüero, Manchester City
7 - Raheem Sterling, Manchester City
7 - Eden Hazard, Chelsea
7 - Mohamed Salah, Liverpool
7 - Harry Kane, Tottenham
7 - Aleksandar Mitrovic, Fulham
7 - Glenn Murray, Brighton.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert