Smalling framlengdi við United

Chris Smalling verður áfram í herbúðum Manchester United.
Chris Smalling verður áfram í herbúðum Manchester United. AFP

Varnarmaðurinn Chris Smalling er búinn að skrifa undir nýjan fjögurra ára samning við enska knattspyrnufélagið Manchester United. Smalling átti aðeins sex mánuði eftir af samningi sínum og hefði hann getað yfirgefið félagið án greiðslu eftir leiktíðina. 

Smalling gekk í raðir United frá Fulham árið 2010 og hefur hann leikið 195 deildarleiki fyrir Manchester United og skorað í þeim tólf mörk. Í öllum keppnum hefur hann spilað 307 leiki fyrir Manchester United og skorað 18 mörk. 

Hann hefur spilað 31 landsleik fyrir enska landsliðið og skorað eitt mark. Miðvörðurinn hefur hins vegar oft á tíðum verið gagnrýndur fyrir misgóðar frammistöður og sérstaklega síðustu ár, en hann er búinn að spila 13 deildarleiki fyrir United á leiktíðinni. 

mbl.is