Táningurinn sá um Arsenal

Declan Rice fagnar marki sínu gegn Arsenal í dag.
Declan Rice fagnar marki sínu gegn Arsenal í dag. AFP

West Ham hafði betur, 1:0, í Lundúnaslagnum gegn Arsenal í fyrsta leik 22. umferðarinnar í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Táningurinn Declan Rice skoraði sigurmarkið sem var jafnframt hans fyrsta mark fyrir West Ham.

Bæði lið hafa fagnað nokkuð slitróttu gengi undanfarið og gaf Arsenal aftur eftir í baráttunni um Meistaradeildarsæti gegn öflugu liði West Ham í dag. Bæði lið fengu nokkur hálffæri í fyrri hálfleik en ísinn var loks brotinn snemma eftir hlé.

Samir Nasri var að spila sinn fyrsta deildarleik í eitt og hálft ár en hann gekk til liðs við West Ham um áramótin eftir að hafa verið í löngu banni frá knattspyrnu vegna lyfjamisnotkunar. Hann spilaði um árabil með Arsenal og fékk ekki góðar móttökur frá stuðningsmönnum gestanna en Frakkinn lagði upp sigurmarkið. Það kom á 48. mínútu er Nasri tíaði boltann upp fyrir Declan Rice sem skoraði með laglegu skoti innan teigs.

Gestunum tókst í tvígang að setja boltann í netið, fyrst Pierre-Emerick Aubameyang og svo Laurent Koscielny, en í bæði skiptin hafði Sead Kolasinac verið í rangstöðu áður en hann skilaði boltanum af sér. Heimamenn unnu því að lokum 1:0-sigur og sinn fyrsta heimaleik gegn Arsenal síðan 2006.

West Ham 1:0 Arsenal opna loka
90. mín. Þrjár mínútur í uppbótartíma.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert