Klopp varð næstum stjóri Bayern

Jürgen Klopp varð næstum stjóri Bayern en tók að lokum …
Jürgen Klopp varð næstum stjóri Bayern en tók að lokum við Dortmund. AFP

Uli Hoeness, forseti þýska knattspyrnufélagsins Bayern München, segist hafa verið nálægt því að ráða Jürgen Klopp, knattspyrnustjóra Liverpool, til starfa árið 2008. Að lokum réði félagið hins vegar Jürgen Klinsmann í hans stað. 

Klopp, sem var stjóri Mainz á þeim tíma, yfirgaf félagið stuttu seinna til að taka við stjórn Borussia Dortmund. Þar var hann við stjórn í sjö ár og gerði liðið í tvígang að Þýskalandsmeistara. 

Hoeness ræddi um Klopp í samtali við Bild í Þýskalandi fyrir leik Liverpool og Bayern í Meistaradeildinni í næstu viku.

„Við ræddum saman og þetta leit vel út. Klopp var jákvæður fyrir þessu starfi. Við enduðum hins vegar á að ráða Klinsmann í staðinn. Við berum mjög mikla virðingu fyrir Klopp," sagði Hoeness

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert