United sló meistarana úr leik

Paul Pogba fagnar marki sínu gegn Chelsea á Stamford Bridge ...
Paul Pogba fagnar marki sínu gegn Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. AFP

Paul Pogba átti frábæran leik fyrir Manchester United þegar liðið lagði ríkjandi bikarmeistara í Chelsea í sextán liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Stamford Bridge í kvöld en leiknum lauk með 2:0-sigri Manchester United.

Chelsea-menn byrjuðu leikinn betur en það var Ander Herrera sem kom United yfir með skalla úr teignum á 31. mínútu eftir frábæra fyrirgjöf Paul Pogba. Títtnefndur Pogba tvöfaldaði forystu United á 45. mínútu eftir fyrirgjöf Marcus Rashford og staðan því 2:0 í hálfleik.

Chelsea byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti, án þess þó að ná að skapa sér afgerandi marktækifæri, og leikmenn United vörðu forystu sína vel. Leikmenn Chelsea voru mun meira með boltann í seinni hálfleik en tókst aldrei að opna vörn United af einhverju viti og niðurstaðan því 2:0-sigur United.

Ríkjandi bikarmeistarar í Chelsea eru því úr leik en United er komið áfram í átta liða úrslit ensku bikarkeppninnar líkt og Manchester City, Watford, Brighton, Millwall, Manchester City, Wolves, Crystal Palace og Swansea.

Uppfærist sjálfkrafa meðan leikur er í gangi

Allar lýsingar í beinni

Chelsea 0:2 Man. Utd opna loka
90. mín. Leik lokið Leik lokið með 2:0-sigri Manchester United.
mbl.is