Berahino ákærður fyrir ölvunarakstur

Saido Berahino.
Saido Berahino. AFP

Saido Berahino, framherji enska B-deildarfélagsins Stoke City, hefur verið ákærður fyrir ölvunarakstur. Hann var stöðvaður af lögreglu á dögunum og handtekinn í kjölfarið.  

Að sögn lögreglunnar í London var Berahino á mikilli ferð er hann var stöðvaður. Framherjinn sagðist vera að flýja frá vopnuðum mönnum, sem réðust að honum og stálu úrinu hans. 

Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við það. Framtíð Berahino hjá Stoke er í óvissu, en samningi Darron Gibson hjá Sunderland var rift á síðasta tímabili eftir svipað atvik. 

Berahino þótti mjög efnilegur á sínum tíma en hann hefur aðeins skorað fimm mörk á síðustu þremur árum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert