Arsenal sigraði og fór upp fyrir United

Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette voru báðir sterkir í dag.
Pierre-Emerick Aubameyang og Alexandre Lacazette voru báðir sterkir í dag. AFP

Arsenal er komið upp í fjórða sæti ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2:0-heimasigur á Manchester United í dag. Arsenal fór upp í 60 stig með sigrinum og er nú með tveimur stigum meira en United. 

Arsenal fór betur af stað og komst verðskuldað yfir strax á 12. mínútu. Granit Xhaka lét þá vaða af löngu færi og David De Gea í marki Manchester United misreiknaði sig með þeim afleiðingum að boltinn fór fram hjá honum og í markið. 

Arsenal var líklegra til að bæta við í fyrri hálfleik, en mörkin urðu ekki fleiri fyrir hlé. United byrjaði betur í seinni hálfleik en Bernd Leno í marki Arsenal stóð vaktina vel og varði nokkrum sinnum vel, sérstaklega frá Romelu Lukaku. 

Arsenal refsaði og á 69. mínútu fékk Alexandre Lacazette vítaspyrnu eftir átök við Fred. Snertingin var ekki mikil, en Jonathan Moss var viss í sinni sök og benti á punktinn. Pierre-Emerick Aubameyang, sem klikkaði á víti gegn Tottenham í síðustu umferð, fór á punktinn og skoraði af öryggi. 

Bæði lið fengu ágæt færi til að skora á lokamínútunum en fleiri urðu mörkin ekki og mikilvægur sigur Arsenal staðreynd. 

Arsenal 2:0 Man. Utd opna loka
90. mín. Leik lokið Arsenal fer upp fyrir United og upp í fjórða sæti.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert