Robertson fer í aðgerð

Andrew Robertson í leik Liverpool og Bayern München í Meistaradeild ...
Andrew Robertson í leik Liverpool og Bayern München í Meistaradeild Evrópu. AFP

Andrew Robertson, vinstri bakvörður Liverpool og fyrirliði skoska landsliðsins í knattspyrnu, þarf að fara í aðgerð og missir af leik Skotlands gegn Kasakstan í undankeppni Evrópumótsins sem fram fer í Astana á fimmtudaginn.

Robertson fékk slæmt tannkýli og varð af þeim sökum eftir heima í Skotlandi þegar skoska liðið flaug austur til Astana. Hann hafði vonast eftir því að geta farið á eftir þeim og náð leiknum en það gengur ekki upp. Robertson kemur því inn í hópinn á ný á föstudaginn en þá fer liðið til San Marínó og spilar þar á sunnudag.

mbl.is