Gefa United tækifæri á að kaupa Kroos

Toni Kroos.
Toni Kroos. AFP

Real Madrid hyggst veita Manchester United tækifæri á að kaupa þýska landsliðsmanninn Toni Kroos í sumar.

Enskir fjölmiðlar greina frá þessu en Manchester United var nálægt því að fá Kroos til liðs við sig árið 2013 en varð þá undir í baráttunni við Real Madrid.

Kroos, sem er 29 ára gamall, er sagður vilja takast á við nýja áskorun en Manchester United kemur til með að þurfa að punga út 50 milljónum punda ætli það sér að fá Þjóðverjann en sú upphæð jafngildir um 7,9 milljörðum íslenskra króna.

Kroos, sem er samningsbundinn Real Madrid til ársins 2022, hefur unnið spænska meistaratitilinn einu sinni með Madridarliðinu og Evrópumeistaratitilinn í þrígang.

mbl.is