Hazard neitar fréttum

Eden Hazard.
Eden Hazard. AFP

Belgíski landsliðsmaðurinn Eden Hazard neitar þeim fréttum að hann hafi þegar gengið frá fimm ára samning við spænska liðið Real Madrid.

Fregnir herma að Hazard hafi rætt við Zinedine Zidane þjálfara Real Madrid og hafi samþykkt að gera fimm ára risasamning við Madridarliðið.

„Það er ekkert til í þessum fréttum og nú er ég bara að einbeita mér að leiknum á móti Kýpur á morgun,“ sagði Hazard við fréttamenn í dag þegar hann var spurður út í Real Madrid.

Enskir fjölmiðlar greina frá því að Chelsea hafi fyrr í þessum mánuði hafnað 60 milljóna punda tilboði frá Real Madrid í Hazard en hann á rúmt ár eftir af samningi sínum við Chelsea.

mbl.is