Odoi sá annar yngsti í sögunni

Callum Hudson-Odoi í leiknum gegn Svartfellingum í gærkvöld.
Callum Hudson-Odoi í leiknum gegn Svartfellingum í gærkvöld. AFP

Ungstirnið Callum Hudson-Odoi úr liði Chelsea varð í gær annar yngsti leikmaðurinn í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu til þess að vera í byrjunarliði þegar Englendingar burstuðu Svartfellinga 5:1 á útivelli í undankeppni EM.

Odoi, sem lék sinn fyrsta A-landsleik gegn Tékkum um síðustu helgi, var 18 ára og 138 gamall í gær þegar Englendingar mættu Svartfellingum í Podgorica.

Yngsti byrjunarliðsmaður Englendinga frá upphafi er Wayne Rooney en hann var 17 ára og 160 daga gamall þegar hann lék með Englendingum gegn Tyrkjum í undankeppni HM í apríl 2003.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert