Hef aldrei gert það á ævinni

Aron Einar Gunnarsson.
Aron Einar Gunnarsson. AFP

Aron Einar Gunnarsson segist hafa verið rændur vítaspyrnu þegar Cardiff tapaði fyrir Burnley í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á laugardaginn.

„Þetta var klár vítaspyrna. Dómarinn sagði að ég hafi verið að leita eftir snertingu, sem ég gerði ekki og hef aldrei gert það á ævinni. Ég er búinn að sjá þetta aftur. Þetta var snerting og ég féll um ökklann. Utan vítateigs hefði 100% verið dæmt á þetta,“ sagði Aron Einar eftir 2:0 tap Cardiff á móti Burnley.

Cardiff er í þriðja neðsta sæti og er fimm stigum frá öruggu sæti þegar liðið á fimm leiki eftir. Cardiff á ákaflega mikilvægan leik annað kvöld en þá sækir það Brighton heim og á sunnudaginn taka Aron og félagar á móti toppliði Liverpool.

Síðustu þrír leikir Cardiff eru gegn Fulham á útivelli, Crystal Palace heima og Manchester United á útivelli.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert