Mahrez orðinn pirraður

Riyad Mahrez.
Riyad Mahrez. AFP

Alsírski knattspyrnumaðurinn Riyad Mahrez er sagður vilja yfirgefa herbúðir Englandsmeistara Manchester City.

Mahrez er ekki sáttur við sína stöðu hjá Manchester-liðinu. Hann hefur mátt dúsa mikið á varamannabekknum og hefur verið ónotaður varamaður í síðustu þremur leikjum liðsins.

City greiddi Leicester City 60 milljónir punda þegar það fékk hann í júlí í fyrra og skrifaði Mahrez undir fimm ára samning við félagið.

Mahrez hefur komið við sögu í 26 leikjum City í deildinni á tímabilinu og hefur í þeim skorað sex mörk en hann hefur aðeins 13 sinnum verið í byrjunarliðinu.

mbl.is