Treystir á Romero ef De Gea fer

Ole Gunnar Solskjær.
Ole Gunnar Solskjær. AFP

Ole Gunnar Solskjær knattspyrnustjóri Manchester United er sagður reiðubúinn að gefa Argentínumanninum Sergio Romero tækifæri á að standa á milli stanganna hjá liðinu á næsta tímabili fari svo að Spánverjinn David de Gea yfirgefi liðið í sumar.

Enskir fjölmiðlar greindu frá því í gær að De Gea hafi hafnað síðasta tilboði frá United um að gera nýjan samning en samningur hans við félagið rennur út eftir næstu leiktíð. Því er allt eins víst að United reyni að selja Dea Gea í sumar í stað þess að láta hann fara án greiðslu eftir næsta tímabil.

Í stað þess að fjárfesta í nýjum markverði ef De Gea fer hyggst Solskjær tefla Romero fram sem markverði númer eitt. Hann er 32 ára gamall og hefur verið varamarkvörður United frá því hann kom til þess fyrir fjórum árum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert