Höfnuðu 50 milljóna punda tilboði United

Aaron Wan-Bissaka.
Aaron Wan-Bissaka. AFP

Crystal Palace hafnaði 50 milljóna punda tilboði Manchester United í bakvörðinn unga Aaron Wan-Bissaka. Var um annað tilboð United í leikmanninn að ræða en Palace hafnaði 40 milljóna punda boði United fyrr í sumar. 

Forráðamenn Palace voru ekki sáttir við tilboðið, þar sem 15 milljónir voru hinar ýmsar klásúlur og bónusgreiðslur. Palace vill fá 50 milljónir punda fyrir fram. 

Wan-Bissaka hefur áhuga á að fara til United, en þrátt fyrir það hefur hann ekki formlega farið fram á sölu. Hann á þrjú ár eftir af samningi sínum við Crystal Palace, og hefur félagið ekki mikinn áhuga á að selja efnilegasta leikmanninn sinn. 

mbl.is