Benítez með risatilboð frá Kína

Rafa Benitez gæti farið til Kína.
Rafa Benitez gæti farið til Kína. AFP

Rafa Benítez, knattspyrnustjóri Newcastle á Englandi, hefur fengið samningstilboð frá kínverska úrvalsdeildarfélaginu Dalian Yifang. Spánverjinn fær um 12 milljónir punda í árslaun, samþykki hann tilboðið. 

Benítez verður samningslaus hjá Newcastle í lok júní, en hefur fengið nýtt samningstilboð frá Mike Ashley, eiganda Newcastle. Hann hefur hins vegar ekki samþykkt neitt og þykir líklegra með hverri vikunni að hann yfirgefi Newcastle eftir rúmlega þrjú tímabil hjá félaginu. 

Benítez hefur einnig verið orðaður við stjórastöðuna hjá Chelsea, en Frank Lampard er líklegri til að taka við Lundúnaliðinu. Benítez stýrði Chelsea 2013 en var ekki vinsæll hjá stuðningsmönnum félagins. 

Óvíst er hvort Benítez taki tilboði kínverska félagsins. Liðið hefur aðeins unnið þrjá leiki af þrettán í kínversku deildinni til þessa. 

mbl.is