Schalke hefur áhuga á miðjumanni Liverpool

Rafael Camacho er á förum frá Liverpool.
Rafael Camacho er á förum frá Liverpool. Ljósmynd/@LiverpoolApp

Þýska knattspyrnufélagið Schalke hefur mikinn áhuga á Rafael Camacho, miðjumanni Liverpool, en það eru þýskir fjölmiðlar sem greina frá þessu í dag. Þessi 19 ára gamli Portúgali vill yfirgefa Anfield í sumar en hann hafnaði nýjum samningi sem Liverpool bauð honum í vetur.

Camacho spilaði sem miðvörður með unglingaliði Liverpool en hann er miðjumaður að upplagi og vill helst spila þar á vellinum. Liverpool vill fá 10 milljónir punda fyrir leikmanninn en David Wagner, knattspyrnustjóri Schalke, hefur fylgst náið með leikmanninum undanfarin ár.

Schalke náði sér engan veginn á strik í þýsku 1. deildinni á þessari leiktíð en liðið endaði í fjórtánda sæti deildarinnar með 33 stig og bjargaði sér frá falli í lokaumferðum deildarinnar. 

mbl.is