Patrik framlengir við Brentford

Patrik Sigurður Gunnarsson skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við …
Patrik Sigurður Gunnarsson skrifaði undir nýjan fjögurra ára samning við Brentford í dag. Ljósmynd/@BrentfordFC

Markmaðurinn Patrik Sigurður Gunnarsson hefur framlengt samning sinn við enska knattspyrnufélagið Brentford en þetta kemur fram á Twitter-síðu félagsins. Samningur Patriks er til næstu fjögurra ára með möguleika á árs framlengingu til viðbótar.

Patrik Sigurður gekk til liðs við B-deildarlið Brentford í júní 2018 en hann er fæddur árið 2000. Patrik spilaði sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið 9. mars síðastliðinn þegar hann kom inn á sem varamaður í 2:1-sigri liðsins gegn Middlesbrough. 

Brentford hafnaði í ellefta sæti ensku B-deildarinnar á síðustu leiktíð með 64 stig en Patrik á að baki 14 landsleiki með yngri landsliðum Íslands.

mbl.is